laugardagur, 29. mars 2014

Vertu með á instagram

Fylgstu með á instagram, nafnið er jogahjartad.
Hægt er að gera #jogahjartad til að deila með okkur myndum.

Sat Naam
Arnbjörg Kristín

Jógahjartað - styrktarfélag



Heil og sæl

Verið velkomin á fyrstu bloggfærslu Jógahjartans. Hér munu 8 mæður og jógakennarar deila efni og hugleiðingum um starf með börnum. Við höfum allar töluverða reynslu af því að stunda jóga og hugleiðslu sjálfar og nokkrar okkar hafa kennt eigin börnum ásamt því að hafa kennt í leikskólum og skólum.

Það er okkar von að þessi síða veiti foreldrum, börnum og umönnunaraðilum hugmyndir og aðstoð við að innleiða jóga og hugleiðslu inn í líf barna. Að hafa djúpa jógíska öndun sem grunnþekkingu í gegnum skólakerfið hlýtur að teljast ótvíræður kostur ásamt öðrum aðferðum sem er að finna innan jógískra fræða til vellíðunar.

Hér er myndband sem sýnir hreyfingu lungna, hvet ykkur til að skoða það með unga fólkinu.

Löng djúp öndun
Sittu í þægilegri stöðu, með krosslagða fætur eða á stól.
Hafðu hendur í Gyan Mudra - innsigli viskunnar (þumall og vísifingur snertast og aðrir fingur beinir).
Axlir eru slakar og bakið beint.
Andaðu rólega inn um nef með augun lokuð, slakaðu maga út og fylltu lungun, þendu brjóstkassa til allra hliða.
Andaðu svo rólega út um nefið, lungu tæmast og brjóstkassi sígur aftur að líkama, nafli þrýstist að hryggsúlu til að tæma alveg.

Endurtaktu. Fínt að miða við að anda inn á 5 sekúndum og út á 5 sekúndum til að byrja með.
Svo má auka þennan tíma.

Hlökkum til að deila frekara efni með ykkur og njótið vel.

Sat Naam
Arnbjörg Kristín
Móðir, jógakennari og ein verndara Jógahjartans.